Jæja allt hafðist þetta áramótin og leitilífið á sunnudeginum (nýársdag)
. þó svo jólahátíðinni ljúki ekki fyrr en á þrettándanum þá er einhvernvegin hápunktinum náð og manni hrint harkalega út veröldina og raunveruleikann aftur. Maður les um fólk sem talar um hvað það elskar og sé ánægt að vera komið í rútinu aftur, frábært að fara að vinna osfv. Ég held að hluti af þessu liði sé að ljúga og finnst miklu notalegra að kúldrast heima í hlýjunni laust við að þurfa að mæta hér og þar. En það væri auðvitað veikleiki að viðurkenna það og enginn vill láta kalla sig aumingja.
Ég tel mig nú hvorki lata né aumingja en trúið mér eftir tvo LANGA vinnudaga get ég ekki beðið eftir að komast í helgarfrí. Kannski ég ætti að skipta um vinnu eða eltast við það sem mig langar raunverulega að gera. Eða smá mix af öllu hummmm..... kemur í ljós en hugurinn er löngu farinn framm í september slík eru plönin. Ég er byrjuð að skrifa í bókina góðu og þó svo það sé bara 4. jan í dag gengur mér vel að fylgja áætlunum eftir. Þá er ég ekki að tala um megrun, enda enginn tími í það því engin lát virðast ætla að verða á átveislum. En við skulum spyrja að leikslokum þe. í desember hvernig þetta gekk allt saman. Næstu daga taka við góðir vinafundir og hestamennska just love it!!!!!!


Bloggvinir
Mars 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 |
30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.