Bloggar | 4.1.2012 | 23:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
það styttist í þetta núna er klukkan orðin tæplega 02.00 og aðeins 22 tímar í fögnuðinn mikla. Ég er búin að nota jólafríið vel í að þjálfa mig upp í að vaka, fer ss venjulega í bælið kl. 10. Öll innkaup búin og svo á bara að njóta síðasta dags ársins eins vel og hægt er. Til stendur að ná í hrossin fögru en þau eru í haga á höfuðborgarsvæðinu samt ekki á Miklatúni og nauðsynlegt að koma þeim í hús. Skylst að þessar stóru og stæðilegu skeppnur hafi lítið hjarta og geti orðið ofsahrædd og bánsað um á milli girðinga... eða allavega sá ég það þannig fyrir mér. Svo er auðvitað að glápa á imbann og horfa á hvað er það nú kallað......Annnnnnálinnn alveg rétt, bara ef eitthvað miður skemmtilegt hefur hugsanlega farið framm hjá manni alltaf gaman að horfa á þessa soðlappa og hvað þeir hafa náð að gera upp á bak á árinu. Eitt er víst að maturinn og félagsskapurinn klikkar ekki áramótasúpa, nautalund frá erlandi það er víst eitthvað nýtt land eins og sjá má í krónunni megnið af kjötvöru merkt sem erlent eins og það sé eitthvað leyndarmál hvaðan það kemur. En gæti verið spennandi, maður ætti kannski að skella sér á næstu ferðaskrifstofu og panta sér ferð til Erlands þar sem töluð er erlenska Til að enda fullkomna máltið verður heimatilbúið súkkulaðimuss með rjóma og jarðaberjatoppi jammmmmyyy jamm.
Flugeldasölur eru algjörlega laus við minn félagsskap þessi áramót hér á bæ virðast allir njóta þess betur að horfa en skjóta. Hélt reyndar alveg í þetta í mörg ár að kaupa vænann pakka en sætti mig við það fyrst núna að það hefur enginn sérstakann áhuga, en auðvitað get ég styrkt td. Landsbjörg á einhvern annan hátt og vel það kannski á næsta ári.
Hápunktur dagsins var að horfa á Dodda hjálpa gamalli konu inn í banka ég held að honum hefði verið nær að forða konugreyinu frá ráni og hlaupa með hana í burtu. Ég velti því líka fyrir mér hver myndi hjálp henni út úr bankanum en það var ss. mikil hálka fyrir utan og hvort við ættum að doka við svo Doddi fengi tækifæri til að slá tvær flugur í einu höggi. Tvö góðverk á einum degi ekki amalegt það.
Jæja ég held að ég fari að sofa í hausinn á mér og láti þetta rafraus duga í bili, verð hér á nýju ári.
Njótið síðasta dags ársins og gleðilegt nýtt ár (þið sem nennið að lesa
Bloggar | 31.12.2011 | 02:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 29.12.2011 | 12:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggvinir
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar